
Skjól er nýtt tjaldsvæði mitt á milli Gullfoss og Geysis við veg nr. 35 í landi Kjóastaða 1 en það opnaði vorið 2014. Stutt er í helstu náttúruperlur landsins: 3,5 km niður að Geysi, 6 km upp að Gullfossi og um 4 km að Brúarhlöðum. Kjörbúðir eru í um 25-30 km radíus.
Á Skjóli er veitingahús sem opið er alla daga frá 15. maí til 15. september frá 9:00-15:00 og 18:00-23:00. Veitingahúsið býður upp á pizzuhlaðborð og grænmetisbar ásamt súpu og brauði flesta daga en hægt er að panta pizzur af matseðli í hádegi og á kvöldin.
Gestir sem gista á Skjóli fá 20% afslátt af aðgangi í Gömlu laugina á Flúðum (Secret Lagoon). Í nágrenni er einnig hestaleigan í Myrkholti, eða í kílómeters fjarlægð. Ekki má gleyma hinum glæsilega Haukadalsvelli fyrir kylfingana, geysirgolf.is, sem er í tveggja kílómetra fjarlægð.
Hoppudýnan er alltaf á sínum stað ásamt rólum og sparkvelli og stutt er í Haukadalsskóg fyrir lengri eða styttri gönguferðir.
Verið hjartanlega velkomin á Skjól
[:is]
Íslenska
Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
English
Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.
Deutsch
Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.
[:]