Útilegukortið
sdsd

Norðurland - SKAGASTRÖND

LoadingAdd

Tjaldsvæðið á Skagaströnd er á skjólsælum og rólegum stað rétt austan við byggðina og horfir á móti sólu. Svæðið er í fallegu umhverfi og nýtur skjóls til norðurs og austurs af lágum klettahólum sem kallaðir eru Hólaberg. Á tjaldsvæðinu er gamall bæjarhóll þar sem bærinn Höfðahólar stóð. Runnar skipta svæðinu upp í nokkra reiti sem skapa þægileg umhverfi fyrir tjöld, húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Rafmagnstenglar eru á nokkrum stöðum. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir börn, spennandi náttúrulegt umhverfi og leiktæki.

Í þjónustuhúsinu er sturta, vatnssalerni, þvottavél og aðstaða til að matast innanhúss fyrir þá sem það vilja og vaskur til uppþvotta. Þar má einnig fá margvíslegar upplýsingar fyrir ferðamenn m.a. veglega bæklinga um gönguleiðir á náttúruperluna Spákonufellshöfða og á fjallið Spákonufell. Þarna er einnig gestabók og eru ferðalangar beðnir um að rita nöfn sín í hana. Ferðafólk er beðið um að ganga vel um og skilja þannig við bæði tjaldsvæðið og þjónustuhúsið að aðrir geti líka notið dvalarinnar.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Hólabraut 35
Póstfang/Bær 545 Skagaströnd
Sími 848 7706
Netfang camping@bjarmanes.is
Vefsíða www.bjarmanes.is
Opnunartími 1. júní – 10. september

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Norðurlandinu

Dalvík

Svarfaðarbraut
620 Dalvík

Open
15 maí til 15 september

HEIÐARBÆR

Heiðarbær Reykjahverfi
641 Húsavík

Open
1. júní–10. september

HVAMMSTANGI

Kirkjuhvammur
530 Hvammstangi

Open
15. maí–15. október

Kópasker

Austurtröð 4
670 Kópasker

Open
15. maí - 15. september

Lónsá

Lónsá
601 Akureyri

Open
júní - 15 september

Raufarhöfn

við Skólabraut
675 Raufarhöfn

Open
1. júní - 15. september

SIGLUFJÖRÐUR

Gránugötu 24
580 Siglufjörður

Open
12. maí – 15 október

ÞÓRSHÖFN

við Miðholt
680 Þórshöfn

Open
1.júní–31.ágúst

[:is]

Íslenska

Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

English

Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.

Deutsch

Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.

[:]