Útilegukortið
sdsd

Norðurland - ÞÓRSHÖFN

LoadingAdd

Tjaldsvæðið okkar er ofarlega í þorpinu á kyrrlátum og notalegum stað. Þaðan er öll þjónusta í þorpinu í göngufæri. Aðstaða á tjaldsvæðinu er góð. Þar eru borð og bekkir, salernis- og sturtuaðstaða og gott rými fyrir hjólhýsi og húsbíla með aðgangi að rafmagni. Í íþróttahúsinu Verinu er aðstaðan til fyrirmyndar, þar er stór innisundlaug og heitir pottar, íþróttasalur og líkamsrækt. Þar er einnig upplýsingamiðstöðin staðsett og ýmis önnur aðstaða fyrir ferðamenn, t.d. þvottavél. Við íþróttahúsið er sparkvöllur þar sem oftar en ekki er hægt að finna bæði með- og mótspilara.

Hjarta Þórshafnar slær í takt við sjávarföllin, þar hefur útgerð og fiskvinnsla verið aðalatvinnuvegurinn í gegnum tíðina. Því er einstaklega gaman að rölta niður að höfn og kíkja á mannlífið. Þá er gaman að ganga um lystigarðinn og heilsa upp á Valda vatnsbera. Þjónusta á Þórshöfn er mjög góð, þar er heilsugæsla og apótek, verslun, veitingastaður, grillskáli, íþróttahús og sundlaug, sparisjóður, pósthús, bensínstöð, bílaverkstæði ofl.  Við hafnargarðinn við Fjarðarveg eru komin fræðandi söguskilti um þorpið.
Áhugaverðir staðir í nágrenni Þórshafnar eru t.d. Langanes, Bakkafjörður og Rauðanes. Ef keyrt er út á Langanes er upplagt að heimsækja Sauðaneshúsið og fara út á glæsilegan útsýnispall á Skoruvíkurbjörgum. Að fara út í  eyðiþorpið Skála og alla leið út á Font gerir ferðina enn betri. Flugfélag Íslands er með daglegt flug frá Reykjavík til Þórshafnar með millilendingu á Akureyri. Bílaleiga Akureyrar er með útibú á Þórshöfn og býður m.a. uppá hentuga bíla til ferða útá Langanes. Einnig er Hertz bílaleiga á Þórshöfn með allar tegundir bíla. Strætó bs er með áætlunarferðir frá Þórshöfn til Akureyrar.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang við Miðholt
Póstfang/Bær 680 Þórshöfn
Sími 468 1220
Netfang sund@langanesbyggd.is
Vefsíða www.langanesbyggd.is
Opnunartími 1.júní–31.ágúst

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Norðurlandinu

Dalvík

Svarfaðarbraut
620 Dalvík

Open
15 maí til 15 september

HEIÐARBÆR

Heiðarbær Reykjahverfi
641 Húsavík

Open
1. júní–10. september

HVAMMSTANGI

Kirkjuhvammur
530 Hvammstangi

Open
15. maí–15. október

Kópasker

Austurtröð 4
670 Kópasker

Open
15. maí - 15. september

Lónsá

Lónsá
601 Akureyri

Open
júní - 15 september

Raufarhöfn

við Skólabraut
675 Raufarhöfn

Open
1. júní - 15. september

SIGLUFJÖRÐUR

Gránugötu 24
580 Siglufjörður

Open
12. maí – 15 október

SKAGASTRÖND

Hólabraut 35
545 Skagaströnd

Open
1. júní – 10. september

[:is]

Íslenska

Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

English

Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.

Deutsch

Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.

[:]