Útilegukortið
sdsd

Austurland - FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

LoadingAdd

Tjaldsvæðið er í friðsælu umhverfi við Ósinn, rétt innan við byggðina. Þar eru sturtur, snyrting,rafmagn og losun fyrir húsbíla. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er starfandi á sumrin í Gallerí Kolfreyju.

Kaffi Sumarlína er notalegt veitingahús stutt frá tjaldsvæðinu og steinsnar þaðan er Anna frænka, lítið handverksgallerí. Handverksgalleríið Gallerí Kolfreyja er til húsa í sögu- og handverkshúsinu Tanga, fallega uppgerðu húsi sem stendur nálægt sjónum. Galleríið er rekið af handverkssamfélaginu á Fáskrúðsfirði. Söguleg tengsl við Frakkland eru mikil á Fáskrúðsfirði og bera götur bæjarins bæði íslensk og frönsk heiti. Lokið var við endurgerð frönsku húsanna sumarið 2014, en þekktast þeirra er líklega Franski spítalinn. Þar eru nú til húsa Fosshótel Austfirðir, veitingastaðurinn l‘Abri og Frakkar á Íslandsmiðum, einstakt safn sem fjallar um líf og störf franskra sjómanna hér við land. Franskir dagar eru fjölskylduhátíð með frönsku ívafi sem haldin er helgina fyrir verslunarmannahelgi ár hvert á Fáskrúðsfirði. Sundlaugin á Fáskrúðsfirði er notaleg innilaug með heitum útipotti. Fáskrúðsfjörður er
einn af sjö bæjarkjörnum Fjarðabyggðar.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Óseyri
Póstfang/Bær 750 Fáskrúðsfirði
Sími 776 0062
Netfang camping.stodvarfjordur@gmail.com
Vefsíða www.visitfjardabyggd.is
Opnunartími 15 maí – 15 september

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Austurlandinu

Eskifjörður

Strandgata
735 Eskifjörður

Open
15 maí – 15. september

[:is]

Íslenska

Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

English

Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.

Deutsch

Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.

[:]