Útilegukortið
sdsd

Suðurland - GRINDAVÍK

LoadingAdd

grindavik5-300x225

Grindavík er vinsælasti ferðamannastaður landsins enda Bláa lónið í anddyri bæjarins. Nýr Suðurstrandarvegur er bylting fyrir ferðaþjónustuna í Grindavík á allan hátt enda má búast við mikilli fjölgun ferðamanna um svæðið eftir að hann var opnaður. Ferðaþjónustuaðilar í bænum ásamt Grindavíkurbæ hafa undirbúið sig af kostgæfni og bjóða upp á fjölbreytta þjónustu og afþreyingu. Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár í takt við aukna ferðaþjónustu en glænýtt tjaldsvæði, eitt það glæsilegasta á landinu, var opnað sumarið 2009. Þá var stórglæsilegt þjónustuhús opnað sumarið 2011.
Grindavík er landmikið bæjarfélag.

Þar er náttúrufegurð mikil með perlur eins og Eldvörp, Selatanga, Gunnuhver, Brimketil, Selskóg og ýmislegt fleira. Hér er stutt í margrómaðar gönguferðir, má þar nefna nýjan malbikaðan göngustíg á milli Grindavíkur og Bláa Lónsins. Þorbjarnarfell er orðinn vinsælasta útivistaparadísin á Suðurnesjum. Fuglalíf er mikið í klettunum meðfram ströndinni við Reykjanestá. Hér er fjórhjólaleiga, eldfjallaferðir, hestaleiga, hellaferðir, silungsveiði, skoðunarferðir, góður 18 holu golfvöllur í skemmtilegu umhverfi við sjóinn, rómaðir veitingastaðir,

Kvikan sem hefur þrjár áhugaverðar sýningar (Saltfisksetrið, Guðbergsstofu og Jarðorkuna). Bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti er okkar stolt, hér líður okkur vel. Nýr og glæsilegur baðstaður opnaði við Bláa lónið í júlí 1999 og er hann vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna er sækja Ísland heim.Hópsneshringurinn er afar áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn. Þar má sjá skipsflök nokkurra skipa sem strönduðu og er að finna skilti meðfram ströndinni með ítarlegum upplýsingum um sjóslysin.

Útilegukortið gildir ekki á bæjarhátíðinni Sjóarinn síkáti, 4-7 júní.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Austurvegur 26
Póstfang/Bær 240 Grindavík
Sími 660 7323
Netfang camping@grindavik.is
Vefsíða www.visitgrindavik.is
Opnunartími 1. maí–30. september

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Suðurlandinu

ÁLFASKEIÐ

Syðra Langholti
845 Flúðum

Open
1. júní–1. september

KLEIFARMÖRK

Kleifar-Mörk
880 Kirkjubæjarklaustur

Open
1. júní–31. ágúst

LANGBRÓK

Fljótshlíð
861 Hvolsvöllur

Open
1. maí–1. október

SANDGERÐI

Byggðavegi
245 Sandgerði

Open
4 maí –30. september.

Skjól

Kjóastaðir
801 Geysir

Open
1. júní -15. september

STOKKSEYRI

Sólvellir
825 Stokkseyri

Open
1. maí–1. október

ÞORLÁKSHÖFN

Hafnarberg 41 (við Íþróttamiðstöðina)
815 Þorlákshöfn

Open
15. maí–15. september

[:is]

Íslenska

Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

English

Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.

Deutsch

Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.

[:]