Útilegukortið
sdsd

Suðurland - SANDGERÐI

LoadingAdd

Í Sandgerði er nýlegt tjaldsvæði sem er staðsett við Byggðarveginn. Í þjónustuhúsinu á svæðinu eru salerni, sturtur, útivaskar með heitt og kalt vatn. Hjólastólaaðgengi er að sturtum og salernum. Í húsinu er hægt að fá afnot af þvottavél og þurrkara og á tjaldsvæðinu eru rafmagnstenglar fyrir þá sem þess óska. Tjaldsvæðið er staðsett miðsvæðis í Sandgerði, öll almenn þjónusta er í göngufæri. Góð sundlaug með rennibraut og þreksal, 18 holu gólfvöllur og þar er einnig að finna Þekkingasetur Suðurnesja – safn sem tengir saman menn og náttúru, sýninguna Heimskautin heilla og Gallerí Listatorg þar sem eru listverksýningar og sala á handverksmunum.  Það getur verið ansi líflegt við höfnina og er gaman að koma þangað. Í nágrenni Sandgerðis er að finna sögulega staði þar má nefna Hvalsneskirkju, Stafnes og Básenda. Sandgerði er í 5 mín akstri frá flugvellinum og 45 mín frá miðbæ Reykjavíkur. Sandgerði er í góðu vegsambandi við Suðurland með tilkomu Suðurstrandarvegs og Ósarbotnavegs. Einnig er hægt að leigja smáhýsi sem eru á svæðinu.

Útilegukortið gildir ekki á Sandgerðisdögum.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Byggðavegi
Póstfang/Bær 245 Sandgerði
Sími 854 8424
Netfang istay@istay.is
Vefsíða www.istay.is
Opnunartími 4 maí –30. september.

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Suðurlandinu

ÁLFASKEIÐ

Syðra Langholti
845 Flúðum

Open
1. júní–1. september

GRINDAVÍK

Austurvegur 26
240 Grindavík

Open
1. maí–30. september

KLEIFARMÖRK

Kleifar-Mörk
880 Kirkjubæjarklaustur

Open
1. júní–31. ágúst

LANGBRÓK

Fljótshlíð
861 Hvolsvöllur

Open
1. maí–1. október

Skjól

Kjóastaðir
801 Geysir

Open
1. júní -15. september

STOKKSEYRI

Sólvellir
825 Stokkseyri

Open
1. maí–1. október

ÞORLÁKSHÖFN

Hafnarberg 41 (við Íþróttamiðstöðina)
815 Þorlákshöfn

Open
15. maí–15. september

[:is]

Íslenska

Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

English

Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.

Deutsch

Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.

[:]