Útilegukortið
sdsd

Austurland - STÖÐVARFJÖRÐUR

LoadingAdd

Tjaldsvæðið er við austurenda byggðarinnar, með salerni, rafmagni og losun fyrir húsbíla. Það stendur við fallegt skógræktarsvæði með grillaðstöðu og leiktækjum. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er opin allt árið í Brekkunni. Steinasafn Petru á Stöðvarfirði er eitt stærsta steinasafn sinnar tegundar og laðar á ári hverju til sín mikinn fjölda ferðamanna. Brekkan er allt í
senn verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð og skammt þar frá er veitinga- og gistihúsið Hótel Saxa. Þá hefur gamla þorpskirkjan á Stöðvarfirði verið afhelguð og þjónar nú sem lítið gistiheimili á vegum Kirkjubóls.

Á Stöðvarfirði er umfangsmikil lista- og handverksstarfsemi. Gallerí Snærós er eitt þekktasta listgallerí Austurlands og hefur Salthússmarkaðurinn, sem rekinn er af handverkssamfélagi
Stöðvarfjarðar, getið sér gott orð fyrir úrval af vönduðu handverki. Í gamla frystihúsi staðarins er Sköpunarmiðstöðin, sem skapar list og nytjamuni úr endurvinnanlegu hráefni og Gallerí Svarthol er með lítinn og skemmtilegan sýningarsal í einu af heimahúsum staðarins. Sundlaug Stöðvarfjarðar er lítil og falleg útilaug.
Höfnin á Stöðvarfirði er einnig vinsæll viðkomustaður. Saxa er sjávarhver og eitt af þekktari náttúrufyrirbrigðum Austfjarða, en hann leynist í klettaskorningum við sjóinn, skammt utan við bæinn. Í austlægum vindáttum kurlar Saxa þara, rekavið og annað lauslegt úr sjó og þeytir hátt í loft upp.
Stöðvarfjörður er einn af sjö bæjarkjörnum Fjarðabyggðar.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Fjarðarbraut
Póstfang/Bær 755 Stöðvarfirði
Sími +354 776 0023
Netfang camping.stodvarfjordur@gmail.com
Vefsíða www.visitfjardabyggd.is
Opnunartími 15 maí – 15 september

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Austurlandinu

Eskifjörður

Strandgata
735 Eskifjörður

Open
15 maí – 15. september

[:is]

Íslenska

Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

English

Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.

Deutsch

Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.

[:]