Útilegukortið
sdsd

Austurland - Eskifjörður

LoadingAdd

Tjaldsvæðið er í skógarreit við Bleiksána, rétt við innkeyrsluna í bæinn. Þar eru sturtur, snyrting, rafmagn og leiksvæði fyrir börnin. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er í anddyri Sundlaugar Eskifjarðar, sem er við innkeyrsluna í bæinn, stutt frá tjaldsvæðinu. Þar eru heitir pottar, vaðlaug og rennibrautir og er hún opin allt árið.

Gömlu, rauðmáluðu sjóhúsin gefa strandlengjunni á Eskifirði einstakt svipmót og tilvalið er að renna fyrir fiski í firðinum. Aðrir vinsælir viðkomustaðir eru Sjóminjasafn Austurlands,
sem gerir atvinnusögu svæðisins vönduð skil og Randulffssjóhús sem er glæsilegur veitingastaður og auk þess gömul verbúð frá millistríðsárunum, sem gaman er að skoða. Í þessu upprunalega sjóhúsi er einnig rekin báta- og veiðistangaleiga á sumrin. Stór útiverönd Kaffihússins á Eskifirði nýtur sín vel í sumarblíðunni og í menningarhúsinu Dahlshúsi eru oft haldnar áhugaverðar
sýningar. Alþjóðlega vegaskiltið við ferðaþjónustuna Mjóeyri, yst í bænum, er kjörinn staður fyrir nokkrar „selfies“ og þar utar er Helgustaðarnáma, ein stærsta og þekktasta silfurbergsnáma
Evrópu. Byggðarholtsvöllur, skemmtilegur 9 holu golfvöllur, er rétt innan við þéttbýlið. Á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar er Hólmanes friðland með merktum gönguleiðum og Hólmaborginni,
helsta griðarstað íslenska bergdúfustofnsins.
Eskifjörður er einn af sjö bæjarkjörnum Fjarðabyggðar.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Strandgata
Póstfang/Bær 735 Eskifjörður
Sími 776 0127
Netfang fjardabyggd.camping@gmail.com
Vefsíða www.fjardabyggd.is
Opnunartími 15 maí – 15. september

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Austurlandinu

[:is]

Íslenska

Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

English

Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.

Deutsch

Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.

[:]