Útilegukortið
sdsd

Vestfirðir - BOLUNGARVÍK

LoadingAdd

Bolungarvík er myndarlegur útgerðarbær við utanvert Ísafjarðardjúp að vestanverðu. Staðurinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1974 og íbúafjöldi er þar um 900. Víkin sem byggðin dregur nafn af snýr til norðausturs og afmarkast af Óshyrnu að sunnan og Traðarhyrnu að norðan. Vestan Bolungarvíkur heitir Stigahlíð og eru þar hamrar miklir og brattlendi, svo að erfitt er um að fara. Tveir grösugir dalir ganga upp frá víkinni og milli þeirra gnæfir fjallið Ernir. Höfuðbólið og kirkjustaðurinn Hóll stendur fyrir framan mynni dalanna.

Tjaldsvæði Bolungarvíkur er við hliðina á íþróttamiðstöðinni Árbæ á fögrum stað í svokölluðum Lambhaga við bakka Hólsár. Tjaldsvæðið blasir við þegar ekið er inn í bæinn. Á Tjaldsvæðinu er vel búið að gestum, þar er aðgangur að rafmagni, þvottavél, þurrkara og útigrilli. Sundlaugin sem er með notalegum sundlaugargarði heitum pottum, vatnsrennibraut og frábærri sólbaðsaðstöðu er við tjaldsvæðið. Á Tjaldsvæði Bolungarvíkur gefst ferðalöngum tækifæri til að dvelja á skjólgóðum og friðsömum stað í mögnuðu vestfirsku umhverfi við jaðar bæjarins þar sem fjölbreytt þjónusta og afþreying er í göngufæri.

 

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Bolungarvík, við sundlaugina
Póstfang/Bær 415 Bolungarvík
Sími 456 7381
Netfang sundlaug@bolungarvik.is
Vefsíða www.bolungarvik.is/sund
Opnunartími 1. júní–30. september

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Vestfjörðum

DRANGSNES

Drangsnes
520 Drangsnes

Open
1 maí - 30 september

FLÓKALUNDUR

Vatnsfjörður
451 Patreksfjörður

Open
1. júní–10. september

TUNGUDALUR

Tungudalur
400 Ísafirði

Open
15. maí til 15. september

[:is]

Íslenska

Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

English

Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.

Deutsch

Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.

[:]