Útilegukortið
sdsd

Norðurland - MÖÐRUDALUR – FJALLADÝRÐ

LoadingAdd

­Ferðaþjónustan Fjalladýrð Möðrudal á Fjöllum er staðsett miðja vegu milli Mývatns og Egilsstaða við veg 901. Fjalladýrð býður gestum sínum uppá fjölbreytta þjónustu í kyrrlátu umhverfi. Staðurinn er rómaður fyrir fagra fjallasýn og víðsýni til allra átta,
en þar má sjá drottningu íslenskra fjalla – Herðubreið gnæfa tignarlega yfir umhverfi sitt, Kverkfjöll rísa úr Vatnajökli og Víðidalsfjöllin baða sig í kvöldsólinni.
Fjallakaffi er snotur burstabær sem býður uppá þjóðlegar veitingar og hefur getið sér gott orð fyrir kraftmikla kjötsúpu og gómsætar kleinur og ástarpunga. Á  kvöldverðarmatseðli hefur staðurinn getið sér gott orð fyrir heimaunnar afurðir og fer þar lambakjöt og bleikja fremst í flokki. Einnig er þar íslenskt handverk til sölu, auk hefðbundinnar ferðasjoppu.
Gistiaðstaðan er í rómantískum baðstofum í gamla stílnum sem henta vel fyrir pör, fjölskyldur eða minni hópa. Einnig er boðið uppá 1–4 manna herbergi í uppábúnum rúmum eða í svefnpoka sem og tveggja manna herbergi í nýju snotru gistihúsi með sérbaði. Tjaldstæðið er búið öllum helstu þægindum fyrir tjaldgesti jafnt sem húsbílaeigendur, þar sem til staðar er rafmagn. Sparkvöllur og frispygólf er til staðar fyrir fjölskylduna.
Gönguleiðir eru margar skemmtilegar út frá Möðrudal og eru þær kortlagðar, vel merktar og stikaðar. Jeppaferðir og gönguferðir um náttúruperlur norður hálendisins
t.d. á Herðubreið, í Öskju, Herðubreiðarlindir, Kverkfjöll, Hafrahvammagljúfur eða sérsniðnar ferðir að óskum.
Eldsneytissala í torfbæ – komið og upplifið skemmtilegri áfyllingu á bílinn!
Bjóðum uppá þyrluferðir frá Möðrudal um Holuhraun, Öskju og Kverkfjöll.
Í nágrenni:
-Dettifoss, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur, Askja, Kverkfjöll, Kárahnúkar, Snæfell, Sænautasel, Vopnafjörður, Mývatn, Húsavík.

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Möðrudalur
Póstfang/Bær 601 Mývatn
Sími 8940758
Netfang fjalladyrd@fjalladyrd.is
Vefsíða www.fjalladyrd.is
Opnunartími 20. maí–10 september

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Norðurlandinu

Dalvík

Svarfaðarbraut
620 Dalvík

Open
15 maí til 15 september

HEIÐARBÆR

Heiðarbær Reykjahverfi
641 Húsavík

Open
1. júní–10. september

HVAMMSTANGI

Kirkjuhvammur
530 Hvammstangi

Open
15. maí–15. október

Kópasker

Austurtröð 4
670 Kópasker

Open
15. maí - 15. september

Lónsá

Lónsá
601 Akureyri

Open
júní - 15 september

Raufarhöfn

við Skólabraut
675 Raufarhöfn

Open
1. júní - 15. september

SIGLUFJÖRÐUR

Gránugötu 24
580 Siglufjörður

Open
12. maí – 15 október

SKAGASTRÖND

Hólabraut 35
545 Skagaströnd

Open
1. júní – 10. september

ÞÓRSHÖFN

við Miðholt
680 Þórshöfn

Open
1.júní–31.ágúst

[:is]

Íslenska

Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

English

Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.

Deutsch

Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.

[:]