
Sveitarfélagið Ölfus er á suðvesturhorninu um 50 km frá Reykjavík. Það búa rúmlega 2000 manns í sveitarfélaginu og þar af um 1600 manns í Þorlákshöfn, sem er eina þéttbýlið í sveitarfélaginu.
Í Ölfusi er fjölbreytt landslag með svörtum sandfjörum, klettabjörgum, hraunbreiðum, hellum og háhitasvæðum svo eitthvað sé nefnt. Margar fallegar gönguleiðir er að finna í sveitarfélaginu og sundlaugin í Þorlákshöfn er talin ein af betri laugum landsins með frábærri ungbarnalaug innandyra fulla af leiktækjum.
Í Þorlákshöfn er einn af bestu brimbrettastöðum á Íslandi þar sem brimbrettakappar alls staðar úr heiminum koma til að prófa öldurnar. Gaman er að fylgjast með brimbrettaköppunum frá útsýnisskífunni við Hafnarnesvita.
Stutt er að keyra í Selvoginn þar sem vinsælt er að heita á Strandarkirkju eða skoða hús Einars Benediktssonar skálds í Herdísarvík.
Upplýsingamiðstöð Ölfuss er staðsett á Bæjarbókasafni Ölfuss og er opin frá kl. 12:30 til 17:30 alla virka daga. Tjaldsvæðið er staðsett fyrir aftan Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar, við hliðina á Þorlákskirkju.
[:is]
Íslenska
Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
English
Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.
Deutsch
Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.
[:]