Vinsamlegast athugið að auglýstir opnunartímar tjaldsvæða gætu breyst vegna aðgerða stjórnvalda vegna COVID19. Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19. Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.
Útilegukortið
sdsd

Austurland - SEYÐISFJÖRÐUR

LoadingAdd

Seyðisfjörður kúrir á milli hárra fjalla í samnefndum firði einungis 26 km frá Egilsstöðum, tjaldsvæðið er í hjarta bæjarins umgirt háu kjarri sem veitir gott skjól. Að aka yfir Fjarðarheiði á góðum sumardegi er öllum ógleymanlegt sem það upplifa, af mörgum er heiðarvegurinn talin vera einn fegursti fjallvegur landsins og þó víðar væri leitað. Á svæðinu er stórt þjónustuhús með eldunaraðstöðu og setustofu fyrir gesti, þar er auk þess þvottavél, þurrkari, wc og sturtur fyrir konur, karla og fatlaða. Stutt er í alla þjónustu fyrir ferðamenn, stikaðar gönguleiðir og afþreyingamöguleika sem eru fjölmargir. Húsbílastæði eru á tveimur stöðum fyrir ca. 100 bíla, þvottaaðstaða, rafmagn og losunaraðstaða fyrir ferðasalerni er á svæðinu.

Upplýsingar um þjónustu og afþreyingarmöguleika í nágrenni tjaldsvæðisins er að finna á heimasíðunni www.visitseydisfjordur.com

Helstu upplýsingar

Heimilisfang Ránargata 1
Póstfang/Bær 710 Seyðisfjörður
Sími 472 1521
Netfang camping@sfk.is
Vefsíða www.visitseydisfjordur.com
Opnunartími 1. maí–30. september

Þjónusta á staðnum

Önnur tjaldsvæði á Austurlandinu

Eskifjörður

Strandgata
735 Eskifjörður

Open
15 maí – 15. september