
Nýlegt tjaldstæði í hjarta sögusviðs Njálu stendur við Kaffi Langbrók í Fljótshlíð og er rekið til hliðar við það. Á Kaffi Langbrók er starfandi hljómsveitin Hjónabandið sem er iðulega við æfingar og sprell á sumrin og skapast oft skemmtileg stemning á svæðinu. Á túninu er gyðjuhof sem reist var upp á gamla mátann sem búið er að vígja. Farið er með gesti í hofið til að syngja, blóta og fá sér einhverja hressingu og fleira. Einu sinni á sumri er haldin útihátíðin Veltingur sem Hjónabandið sér um.
Leiðarlýsing: Hringvegur 1 er ekinn að Hvolsvelli og þá er beygt inn Hlíðarveg og haldið áfram Fljótshlíðarveg (vegur 261) í u.þ.b 10 km og beygt til vinstri að Kaffi Langbrók.
Verið velkomin!
[:is]
Íslenska
Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
English
Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.
Deutsch
Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.
[:]