
Tjaldstæðið er í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. Það er staðsett aðeins 6 km frá Þjóðvegi 1, miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar. Tjaldsvæðið er einstakt í skjólgóðum hvammi fyrir ofan bæinn, með fínu þjónustuhúsi og góðri þjónustu fyrir tjald- og húsvagna. Góðar gönguleiðir eru fyrir ofan svæðið í fallegri náttúru. Hvammstangi er stærsti þéttbýlisstaður í Húnaþingi vestra. Hann er tilvalinn áfangastaður ferðamanna, þar er mjög góð sundlaug, verslanir, veitingastaður, söfn, gallerí og önnur nauðsynleg þjónusta.
Frá Hvammstanga er stutt að keyra út á Vatnsnes sem hefur að geyma fjölmarga sögustaði, fallegt landslag og síðast en ekki síst selalátur í þægilegu göngufæri og klettinn Hvítserk.
[:is]
Íslenska
Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
English
Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.
Deutsch
Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.
[:]