
Tjaldsvæðið hefur verið nýtt við Landsmót hestamanna en stendur nú handhöfum Útilegukortsins til boða. Tjaldsvæðið er rúmgott með nýju salernishúsi auk mjög góðs aðstöðuhús þar sem má elda og snæða mat. Gaddstaðaflatir eru hluti af hestamannasvæði og skammt frá má sjá Rangárhöllina og skeiðvöll þar sem hið margfræga Landsmót íslenska hestsins er haldið reglulega.
Tjaldsvæðið er fjarri skarkala Hellu en samt mjög stutt í alla þjónustu á Hellu svo sem sundlaug, verslanir og annað. Til að komast að tjaldsvæðinu skal ekið veg merktum Gaddstaðaflatir við Stracta hótel til suðurs. Tjaldsvæðið er liggur svo á vinstri hönd þegar ekið hefur verið 2-300 metra.
Útilegukortið gildir ekki á Landsmóti hestamanna, 5-12 júlí 2020
[:is]
Íslenska
Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
English
Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.
Deutsch
Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.
[:]