
Heiðarbær er staðsettur á milli Húsavíkur og Mývatns við þjóðveg nr. 87 í 20 km fjarlægð frá Húsavík. Við Heiðarbæ er vel staðsett tjaldsvæði ásamt stæðum fyrir tjaldvagna, fellihýsi og húsbíla. Á tjaldstæðinu er ágæt leikaðstaða og minigolf. Boðið er upp á alhliða veitingar og mat samkvæmt matseðli, léttvín, kaffi og meðlæti. Í Heiðarbæ er auk tjaldstæðis boðið upp á svefnpokagistingu fyrir allt að 30 manns í hólfuðum sal. Svefnpokagistingu fylgir ágætis eldunaraðstaða og hentar vel hópum. Einnig er boðið upp á gistingu í uppbúnum rúmum. Seld eru veiðileyfi í Langavatn og Kringluvatn sem eru í um 6-13 km fjarlægð frá Heiðarbæ. Heiðarbær er einnig kjörinn dvalarstaður fyrir veiðimenn í nærliggjandi veiðiám.
Í Heiðarbæ er sundlaug með heitum potti sem er opin júní, júlí og ágúst frá kl. 11:00 – 22:00 alla daga vikunnar. Heiðarbær í Reykjahverfi er vel staðsettur fyrir þá sem skoða vilja austurhluta norðurlandsins, njóta dvalar í góðu veðri og slappa af í rólegu umhverfi. Frá Heiðarbæ er stutt í flesta vinsælustu áningastað ferðamanna á svæðinu eins og Mývatn, Goðafoss, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur og Laxá í Aðaldal. Frá Heiðarbæ eru 20 km til Húsavíkur. Frá Húsavík eru daglegar hvalaskoðunarferðir yfir sumarmánuðina og einnig söfn s.s hvalasafn og minjasöfn ásamt ýmsum áhugaverðum skoðunarstöðum. Í júlí er tilvalið fyrir gesti tjaldsvæðisins að skella sér á Mærudaga á Húsavík sem haldnir verða síðustu helgina í mánuðinum.
Ef haldin eru ættarmót eða samkoma á vegum félagasamtaka þar sem samið er um sérstakan „pakka“ þá gildir ekki Útilegukortið til frádráttar frá umsömdu verði. Þjónusta (vor og haust ) fyrir og eftir auglýstan opnunartíma fer eftir tíðarfari og því hægt er að hafa samband í síma 464 3903 fyrir utan opnunartíma ef fólk er á ferðinni.
[:is]
Íslenska
Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
English
Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.
Deutsch
Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.
[:]