
Tjaldsvæðið á Drangsnesi er staðsett fyrir ofan þéttbýliskjarnann Drangsnes í Strandasýslu við norðanverðan Steingrímsfjörð. Góð hreinlætisaðstaða og sturtur eru við tjaldstæðið. Rafmagn er víða á svæðinu og ættu flestir að komast í rafmagn. Þvottavél og þurrkari eru á staðnum. Íþróttavöllur er við tjaldstæðið. Á Drangsnesi er sundlaug og heitur pottur við hana ásamt barnalaug, gufubaði og líkamsrækt. Sundlaugin er alla jafna vel nýtt af gestum. Ekki má gleyma heitum pottum sem eru í fjörunni 300 m fyrir neðan tjaldstæðið en þar eru einnig góð hreinlætisaðstaða og sturtur.
Tjaldsvæðið á Drangsnesi er fyrst og fremst fjölskyldusvæði því eru ferðalangar beðnir um að takmarka akstur um svæðið og sýna öðrum tillitsemi. Ölvun og háreysti veldur tafarlausri brottvísun. Ef stærri hópar en 4-5 einingar óska eftir að nýta sér aðstöðuna á Drangsnesi þarf að hafa sambandi við umsjónarmann og athuga fyrst með laust pláss og fá í framhaldi úthlutað plássi af honum.
Góðar gönguleiðir eru í nágrenni við Drangsnes, t.d merkt gönguleið á Bæjarfell sem er 345 m yfir sjó og þaðan er mjög víðsýnt yfir Húnaflóa og norður Strandir. Skemmtilegar fjörur eru skamt undan sem er ævintýri fyrir unga sem gamla. Verslun er á Drangsnesi ásamt veitingasölu og góðri gistiaðstöðu. Afþreyging er í boði t.d. ferðir út í Grímsey en þar er náttúruparadís. Mikið fuglalíf og er Lundinn þar í þúsunda tali. Boðið er uppá siglingu og sjóstöng.
Útilegukortið gildir ekki á bæjarhátíðinni Bryggjudagar 16-19 júlí 2020
[:is]
Íslenska
Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
English
Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.
Deutsch
Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.
[:]