
Tjaldsvæðið er við suðurinnkeyrsluna í bæinn (þegar komið er frá Akureyri) alls 9.500 fermetrar að stærð. Það stendur við hlið íþróttasvæðisins, skólans og Sundlaugarinnar á Dalvík. Í kring er góð aðstaða til leikja fyrir börn, grasbalar fyrir leiki og boltaspark, gervigras sparkvöllur, körfuboltavöllur og ýmis leiktæki.
Á tjaldsvæðinu er heitt og kalt vatn, sturtur og snyrtingar með aðgengi fyrir fatlaða. Á svæðinu er góð aðstaða innandyra, þar er hægt að þvo leirtau og elda. Innandyra er aðstaða til að setjast niður.
Hægt er að komast í þvottavél, þurrkara og aðstöðu til að þurrka skóbúnað.
Einnig er rennandi vatn fyrir áfyllingar á vatnstanka og niðurfall fyrir losun ferðaklósetta.
Fjölmargir áhugaverðir staðir finnast á Dalvík og á Tröllaskagum öllum sem vert er að heimsækja. Tröllaskagi er ríkur af bæði náttúruminjum og menningarminjum. Má þar t.a.m. nefna Friðland Svarfdæla og Fólkvang í Böggvisstaðasfjalli. Vinsælt hefur verið að fara í hvalaskoðun, bjórböðin sem opnuðu sumarið 2017 og ógleymdum gönguleiðum. Svo er heimasókn á Byggðasafnið Hvoll en Tveir þjóðþekktir svarfdælingar eiga sínar stofur á safninu. Þar ber að nefna Jóhann Svarfdæling sem eitt sinn var hæsti maður heims og Kristjánsstofu Eldjárns.
Nánari upplýsingar um afþreyingu og þjónustu á svæðinu er að finna á www.visittrollaskagi.is
Útilegukortið gildir ekki yfir fiskidagsvikuna, eða frá 4.-9. ágúst 2020.
[:is]
Íslenska
Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
English
Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.
Deutsch
Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.
[:]