
Álfaskeið liggur í fallegum dal í Hrunamannahreppi við sunnanvert Langholtsfjall skammt frá Flúðum. Ungmennafélagið í sveitinni hélt þar reglulegar útisamkomur frá árinu 1908 í nærri 60 ár og var Álfaskeið því miðstöð útihátíða á Suðurlandi við upphaf síðustu aldar.
Ungmennafélagið plantaði jafnframt mikið af trjám. Enda er trjágróður í miklum blóma á Álfaskeiði og fallegt skógarrjóður í kringum tjaldsvæðin. Góð aðstaða er við Álfaskeið. Álfaskeið er fjölskyldutjaldsvæði og hefur verið vinsælt tjaldsvæði undanfarin ár enda á ekki að væsa um gesti þar. Aðeins eru um 10 kílómetrar í alla frekari þjónustu á Flúðum, sundlaug, verslun o.þ.h. Hestaleiga er á bænum Syðra-Langholti sem er ca. 1 km frá tjaldsvæðinu. Ekki er heitt vatn né rafmagn á svæðinu.
[:is]
Íslenska
Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
English
Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.
Deutsch
Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.
[:]