
Tjaldsvæðið á eyrunum er staðsett á Tröðum Snæfellsbæ, fallegt fjölskylduvænt svæði við sjóinn, gott útsýni til allra átta m.a Snæfellsjökul, gullnu Löngufjörur og til fjalla. Mjög góð snyrtiaðstaða með sturtu og salernum fyrir bæði kynin.
Aðstaðan hentar vel einstaklingum, fjölskyldum og hópum, einnig er tjaldsvæðið mjög vinsælt til ættarmóta.
Á tjaldsvæðinu er rafmagnstenging fyrir húsbíla og fellihýsi.
Kaffihús/veitingar er í gistiheimilinu að Tröðum.
Vinsæl hestaleiga er starfrækt að Tröðum, frábær staðsetning við vestari endann á Löngufjöru.
Golfvöllur er í næsta nágrenni.
Það eru 11 km í sundlaugina á Lýsuhóli,
Selalátur eru um 4 km frá Tröðum
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er u.þ.b. 50 km fjarlægð
Traðir er u.þ.b. 155 km. frá Reykjavík. við þjóðveg 54.
*Hundar eru ekki leyfðir á svæðinu.*
[:is]
Íslenska
Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
English
Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.
Deutsch
Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.
[:]