
Tjaldsvæðið er við Íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði og þar er lítil tjörn með miklu fuglalífi og smásílum sem vinsælt er að veiða hjá yngri krökkunum. Einnig er 9 holu golfvöllur aðeins um 2 km frá tjaldsvæðinu og stutt er í veiði, hvort heldur sem er á bryggjuna, eða í silung í Ólafsfjarðarvatni. Seld eru veiðileyfi í Fjarðará sem er inn af vatninu.
Ýmsir viðburðir eru skipulagðir á svæðinu í sumar og þar má nefna:
27.– 29. mars Siglo Freeride 2020
28. mars Fjallaskíðamót Super Troll Ski Race
9. – 13. apríl Páskafjör á skíðasvæðum Fjallabyggðar
10. – 11. apríl Gjörningahátíð í Alþýðuhúsinu á Siglufirði
5. – 7. júní Sjómannadagurinn – sjómannadagshátíð í Ólafsfirði
17. júní Hátíðarhöld í Ólafsfirði og á Siglufirði
1. – 5. júlí Þjóðlagahátíðin á Siglufirði
17. – 19. júlí Sápuboltamótið í Ólafsfirði
25. júlí Trilludagar á Siglufirði
30. júlí – 2. ágúst Síldarævintýrið á Sigló
31. júlí – 2 ágúst Berjadagar, tónlistarhátíð í Ólafsfirði
Sept/Okt Ljóðahátíðin Haustglæður í Fjallabyggð
Stutt er í gönguferðir fyrir fjallagarpa og kajak og árabátasiglingar á vatninu í kvöldkyrrðinni.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Fjallabyggðar: www.fjallabyggd.is og www.visittrollaskagi.is
[:is]
Íslenska
Viðskiptavinir athugið að áður auglýstir opnunartímar tjaldsvæða getur breyst með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda um samkomubann.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
English
Opening dates and hours of camping sites might be changed due to government action for COVID19.
Deutsch
Die Öffnungszeiten der Campingplätze können aufgrund staatlicher Maßnahmen für COVID19 geändert werden.
[:]